Tinna jafnaði vallarmetið en Ólafía heldur forustunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:30 Tinna Jóhannsdóttir úr Keili. Mynd/Stefán Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið. Tinna lék frábærlega í dag (2 undir eftir 16 holur) og var komin í efsta sætið undir lok dagsins. Tinna tapaði hinsvegar tveimur höggum á 17. holu og á sama tíma fékk Ólafía tvo fugla á síðustu þremur holunum og náði því aftur að komast í efsta sætið. Tinna lék á 71 höggi í dag og jafnaði þar með vallarmetið sem Valdís Þóra Jónsdóttir setti í Pro-Am mótinu síðastliðinn mánudag. Signý Arnórsdóttir, félagi Tinnu úr Keili, spilaði einnig vel í dag eða á tveimur höggum yfir pari. Signý er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu. Nína Björk Geirsdóttir á einnig góða möguleika fyrir lokadaginn en hún er í fórða sæti höggi á eftir Signýju. Staða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +15 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 3. Signý Arnórsdóttir, GK +18 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +20 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23 6. Þórdís Geirsdóttir, GK +24 7. Berglind Björnsdóttir, GR +25 8. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +29 9. Helena Árnadóttir, GR +34 10.Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +35 10. Karlotta Einarsdóttir, Nes +35 Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið. Tinna lék frábærlega í dag (2 undir eftir 16 holur) og var komin í efsta sætið undir lok dagsins. Tinna tapaði hinsvegar tveimur höggum á 17. holu og á sama tíma fékk Ólafía tvo fugla á síðustu þremur holunum og náði því aftur að komast í efsta sætið. Tinna lék á 71 höggi í dag og jafnaði þar með vallarmetið sem Valdís Þóra Jónsdóttir setti í Pro-Am mótinu síðastliðinn mánudag. Signý Arnórsdóttir, félagi Tinnu úr Keili, spilaði einnig vel í dag eða á tveimur höggum yfir pari. Signý er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu. Nína Björk Geirsdóttir á einnig góða möguleika fyrir lokadaginn en hún er í fórða sæti höggi á eftir Signýju. Staða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +15 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 3. Signý Arnórsdóttir, GK +18 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +20 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23 6. Þórdís Geirsdóttir, GK +24 7. Berglind Björnsdóttir, GR +25 8. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +29 9. Helena Árnadóttir, GR +34 10.Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +35 10. Karlotta Einarsdóttir, Nes +35
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira