Brugðist við gagnrýni 8. október 2010 06:00 Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir! Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir! Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar