Rússneskir olíumilljarðar streyma í danskt sprotafyrirtæki 2. nóvember 2010 07:14 Rússneskir olíumilljarðar streyma nú inn í lítið sprotafyrirtæki í bænum Vojens á Suður-Jótlandi í Danmörku. Um er að ræða tæknifyrirtækið Johnson Oil sem stofnað var sem sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Nú hefur það gert sölusamninga við rússnesk olíufyrirtæki upp á yfir milljarð danskra króna eða yfir 20 milljarða króna. Fremst í flokki rússnesku fyrirtækjana er olíurisinn Gazprom eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins. Johnson Oil hefur sérhæft sig í framleiðslu á filterum, eða síum, fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir meðal annars síu sem getur skilið að olíu og vatn á ódýran hátt. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að Johnson Oil hafi nýlega gengið frá samningi við Gazprom til tíu ára sem gæti gefið Dönunum allt að 15 milljarða króna í aðra hönd. Fram kemur í fréttinni að annar viðskiptavina Johnson Oil er RAO Rosnefte sem sérhæfir sig í byggingu olíuhreinsunarstöðva. Henrik Karlsgaard forstjóri Johnson Oil segir að þeir hafi nú fengið sérfræðinga sér til liðs til að skrá fyrirtækið á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Enda hafi rússnesku viðskiptavinirnir þegar keypt minniháttar hluti í Johnson Oil. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússneskir olíumilljarðar streyma nú inn í lítið sprotafyrirtæki í bænum Vojens á Suður-Jótlandi í Danmörku. Um er að ræða tæknifyrirtækið Johnson Oil sem stofnað var sem sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Nú hefur það gert sölusamninga við rússnesk olíufyrirtæki upp á yfir milljarð danskra króna eða yfir 20 milljarða króna. Fremst í flokki rússnesku fyrirtækjana er olíurisinn Gazprom eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins. Johnson Oil hefur sérhæft sig í framleiðslu á filterum, eða síum, fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir meðal annars síu sem getur skilið að olíu og vatn á ódýran hátt. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að Johnson Oil hafi nýlega gengið frá samningi við Gazprom til tíu ára sem gæti gefið Dönunum allt að 15 milljarða króna í aðra hönd. Fram kemur í fréttinni að annar viðskiptavina Johnson Oil er RAO Rosnefte sem sérhæfir sig í byggingu olíuhreinsunarstöðva. Henrik Karlsgaard forstjóri Johnson Oil segir að þeir hafi nú fengið sérfræðinga sér til liðs til að skrá fyrirtækið á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Enda hafi rússnesku viðskiptavinirnir þegar keypt minniháttar hluti í Johnson Oil.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira