Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn 29. desember 2010 04:30 Viðkvæm gögn Gögnin eru nú í vörslu Þjóðskjalasafns sem neitar að veita aðgang að hluta þeirra.Fréttablaðið / valli Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira