Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn 29. desember 2010 04:30 Viðkvæm gögn Gögnin eru nú í vörslu Þjóðskjalasafns sem neitar að veita aðgang að hluta þeirra.Fréttablaðið / valli Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira