13 ára rithöfundur gefur út tvær bækur 21. desember 2010 06:00 rithöfundurinn ungi Adrian Sölvi með bækurnar sínar tvær, Ertu svona lítill? og Grái litli. Bækurnar kosta 1.500 krónur og eru til sölu í Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg.fréttablaðið/vilhelm „Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
„Það var svolítið erfitt að læra á þessi forrit en mjög gaman,“ segir Adrian Sölvi Ingimundarson, þrettán ára rithöfundur. Adrian er búinn að skrifa, myndskreyta og brjóta um tvær barnabækur sem eru komnar í sölu. Hann lærði á Adobe Photoshop og InDesign frá grunni og setti bækurnar sjálfur upp með þeim forritum. „Ég fékk hugmyndina að fyrstu bókinni þegar ég var í göngutúr með ömmu minni í Frakklandi. Við ákváðum að fara heim og myndskreyta hana og svo þróaðist þetta út í fullgerðar bækur.“ Adrian Sölvi er búinn að gera tvær barnabækur sem bera heitin Grái litli og Ertu svona lítill? Móðir hans er frönsk og hefur fjölskyldan dvalið þó nokkuð í Frakklandi. Adrian talar frönsku reiprennandi en segist þó ætla að búa á Íslandi í framtíðinni. Eins og er langar hann þó ekki að verða rithöfundur, heldur vinna sem leiðsögumaður og stunda mikla útivist. „Það er best að vera á Íslandi,“ segir Adrian. Ingimundur Þór Þorsteinsson, faðir Adrians Sölva, segir hugmyndina alfarið vera sonar síns. „Þessar bækur eru einnig skilaboð frá foreldrum til annarra foreldra um að börn hafa gott af því að gera svona verkefni og takast á við þau. Þau geta gert svona stóra hluti,“ segir hann. „Að fá hugmynd og framkvæma hana alveg til enda er þroskandi þó að það sé ekki alltaf auðvelt.“ Ingimundur bendir einnig á að Adrian hafi náð að nýta alla þá kunnáttu sem hann afli sér í skólanum meðfram því að búa til bækurnar. „Við notuðum stærðfræði mikið þegar við vorum að átta okkur á því hvaða verð ætti að setja á bækurnar til þess að láta þær standa undir kostnaði,“ segir hann. „Hann notaðist beint við það sem hann var að læra í skólanum og gerði sér vel grein fyrir því fyrir vikið að ekki er allt sem maður lærir í skóla út í loftið.“ Bækur Adrians Sölva eru til sölu í versluninni Eitthvað íslenskt á Skólavörðustíg 14 í Reykjavík og verða líklega til í Pennanum Eymundsson eftir áramót. Adrian Sölvi áritar bækur sínar í versluninni í vikunni. sunna@frettbladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira