Loksins sigurleikur hjá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2010 21:45 Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa. Skroll-Íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa.
Skroll-Íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira