Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 20:30 Sigmundur Einar Másson fagnar fuglinum sínum á 18. holunni í dag. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira