Skortsalar í klípu þar sem dollarinn hríðfellur 12. mars 2010 12:27 Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira