Skortsalar í klípu þar sem dollarinn hríðfellur 12. mars 2010 12:27 Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem vindurinn sé í bili úr seglum þeirrar lækkunar á evru/dollar gengiskrossinum sem stóð linnulítið frá desemberbyrjun til febrúarloka.Á því tímabili lækkaði evran um 10% gagnvart dollaranum vegna stöðugra frétta af slæmri og versnandi skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja. Undanfarnar þrjár vikur hefur evran hins vegar hækkað um 2% gagnvart dollar, og hefur bróðurpartur þeirrar styrkingar komið fram á allra síðustu dögum. Evran kostar 1,377 dollara þegar þetta er ritað (kl. 11:00) og hefur ekki staðið sterkari gagnvart dollaranum í tæpan mánuð.Ýmsar skýringar má tína til á viðsnúningnum í þessum konungi gjaldeyriskrossanna, en viðskipti með gjaldmiðlaparið evru og dollar eru þau langumsvifamestu á gjaldeyrismörkuðum heims. Þannig nefna markaðsaðilar til sögunnar fréttir af því að Janet Yellen verði hugsanlega ráðin ein af seðlabankstjórum Bandaríkjanna, en Yellen er af mörgum talin svokölluð vaxtadúfa, þ.e. höll undir að beita stýrivöxtum af varfærni til að halda aftur af verðbólgu.Þá hafa líkur aukist á að Grikkjum takist að sigla fyrir vind með einhvers konar aðstoð frá ESB, enda hafa stjórnvöld þar í landi samþykkt býsna víðtækar aðhaldsaðgerðir við lítinn fögnuð landsmanna.Hins vegar kann það að hafa hvað mest áhrif þessa dagana að marga fjárfesta sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið þegar krafturinn datt úr lækkunarhrinu gengiskrossins. Slíkar skortsölur höfðu náð miklum hæðum í upphafi mánaðarins, en alla jafna eru gjaldeyrisstöður af þessum toga býsna viðkvæmar fyrir óhagstæðri þróun og geta fjárfestar kosið, eða jafnvel neyðst til, að loka þeim í stórum stíl frekar en hætta á stigvaxandi tap þegar markaðurinn snýst gegn þeim, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira