Setja milljarða inní grískt hagkerfi 18. nóvember 2010 06:00 Grikkir ganga í gegnum miklar þrengingar og hafa orðið að skera niður í ríkisbúskapnum. Það fer ekki vel í landsmenn. Fréttablaðið/AP Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab
Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira