Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær.
Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka.
Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má.
