Aðgangsmiði í fínar og frægar merkjaverslanir 26. apríl 2010 07:00 Hjónin Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa slegið í gegn með hönnun sinni. Þau hanna nú skó fyrir franska tískuhúsið Rue de Mail. Fréttablaðið/valli Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira