Oddný vill búa til nýtt kerfi 17. júní 2010 02:30 Oddný sturludóttir Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns. Systkinaforgangur var afnuminn 2008 þar sem hann var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Í áliti borgarlögmanns frá 26. apríl þessa árs kemur svo fram að samkvæmt lögum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar vegi aldur þeirra og þroski þyngst. „Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra [...] og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist," segir í álitinu. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, minnir á að stuttu eftir að lögmaður kynnti álit sitt hafi hann verið beðinn að meta það sem Oddný kallar systkina-aðskilnað, út frá meðalhófsreglu. „Ég hef lengi beðið borgarlögmann og leikskólasvið um að endurskoða þetta. Borgarlögmaður dæmdi þetta út frá því kerfi sem var, en það er ekki kerfið sem við ætlum að nota," segir hún. Nýja kerfið verði líklega með meiri takmörkunum, til dæmis víkjandi rétti til skólavistar fyrir börn sem ekki eiga systkini í skólanum. Ýmislegt komi til greina til að gera kerfið fjölskylduvænna. - bs, kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns. Systkinaforgangur var afnuminn 2008 þar sem hann var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Í áliti borgarlögmanns frá 26. apríl þessa árs kemur svo fram að samkvæmt lögum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar vegi aldur þeirra og þroski þyngst. „Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra [...] og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist," segir í álitinu. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, minnir á að stuttu eftir að lögmaður kynnti álit sitt hafi hann verið beðinn að meta það sem Oddný kallar systkina-aðskilnað, út frá meðalhófsreglu. „Ég hef lengi beðið borgarlögmann og leikskólasvið um að endurskoða þetta. Borgarlögmaður dæmdi þetta út frá því kerfi sem var, en það er ekki kerfið sem við ætlum að nota," segir hún. Nýja kerfið verði líklega með meiri takmörkunum, til dæmis víkjandi rétti til skólavistar fyrir börn sem ekki eiga systkini í skólanum. Ýmislegt komi til greina til að gera kerfið fjölskylduvænna. - bs, kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira