Steve Balmer, forstjóri Microsoft, segir að það sé forgangsatriði hjá fyrirtækinu að hanna búnað sem geti verið svar framleiðandans við Apple iPad. Balmer sagði á ráðstefnu í Seattle á dögunum að Microsoft ynni að því með fyrirtækjum á borð við HP, Lenovo, Asus, Dell og Toshiba að hanna tölvu með sömu eiginleikum og iPad. Það var breska blaðið Telegraph sem greindi frá þessu.
Microsoft leitar að svari við iPad
