NBA: Átta sigrar í röð hjá Boston - sex sigrar í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2010 09:00 Derek Fisher var hetja meistaranna í nótt. Mynd/AP Boston Celtics og Miami Heat héldu áfram sigurgöngum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers dramatískan eins stigs sigur á nágrönnunum í Clippers um leið og leiktíminn rann út. San Antonio Spurs vann 18. sigur sinn í 21 leik á tímabilinu og New York Knicks er búið að vinna sex leiki í röð. Ray Allen skoraði 28 stig í 105-89 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets en þetta var áttundi sigur Boston-manna í röð. George Karl, þjálfari Denver, þarf því að bíða lengur eftir þúsundasta sigurleiknum sínum en Carmelo Anthony gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla. Kevin Garnett var með 17 stig líkt og Paul Pierce og þá gaf Rajon Rondo 13 stoðsendingar. Ty Lawson skoraði 24 stig fyrir Denver. LeBron James skoraði 33 stig og Dwyane Wade var með 28 stig þegar Miami Heat vann 111-98 útisigur á Utah Jazz. Miami vann lokaleikhlutann með 14 stigum og tryggði sér því sjötta sigurinn í röð. James var einnig með 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas var með 16 stig og 10 fráköst og Chris Bosh skoraði 14 stig. Al Jefferson skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Utah og Deron Williams var með 21 stig og 12 stoðsendingar. Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers 87-86 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers með því að skora úr sniðskoti rétt áður en lokaflautið gall. Fisher skoraði bara 6 stig í leiknum en Kobe Bryant var stigahæstur með 24 stig, Shannon Brown skoraði 16 stig og Pau Gasol var með 10 stig og 10 fráköst. Eric Gordon skoraði 24 stig fyrir Clippers og Blake Griffin var með 16 stig og 11 fráköst.Andrew Bogut fagnar sigurkörfu sinni.Mynd/APAmare Stoudemire og New York Knicks héldu góðu gengi sínu áfram í 113-110 sigri á Toronto Raptors. Þetta var sjötti sigur New York í röð og í öllum leikjunum hefur Stoudemire skoraði 30 stig eða meira. Hann skoraði 18 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en það var Raymond Felton sem tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu 2,7 sekúndum fyrir leikslok. Boltinn skoppaði fimm sinnum á hringnum áður en hann fór ofan í körfuna. Felton var með 28 stig og 11 stoðsendingar en Andrea Bargnani var stigahæstur hjá Toronto með 41 stig. Derrick Rose skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 88-83 sigur á Cleveland Cavaliers en Cleveland-liðið tapaði þarna sínum sjötta leik í röð. Luol Deng og Joakim Noah voru báðir með 13 stig í þriðja sigri Chicago í röð en Antawn Jamison skoraði 21 stig fyrir Cavaliers. Andrew Bogut tryggði Milwaukee Bucks 97-95 sigur á Indiana Pacers um leið og leiktíminn tann út. Ástralski miðherjinn endaði með 17 stig og 11 fráköst en Brandon Jennings var stigahæstur með 22 stig og Ersan Ilyasova var með 21 stig og 10 fráköst. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana.Úr leik Oklahoma City og Minnesota.Mynd/APKevin Durant var með 30 stig og 11 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann upp 19 stiga forskot Minnesota Timberwolves og tryggði sér 111-103 útisigur. Russell Westbrook var með 25 stig og 8 stoðsendingar og Thabo Sefolosha skoraði 13 stig. Kevin Love náði tröllatvennu í fimmta sinn á tímabilinu en hann var með 22 stig og 21 fráköst en stigahæstur hjá Minnesota var Michael Beasley með 26 stig. David West skoraði 25 stig og Chris Paul var með 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar New Orleans Hornets vann 93-74 sigur á Detoit Pistons. Marco Belinelli var með 22 stig og Emeka Okafor skoraði 14 stig fyrir New Orleans sem vann "aðeins" sinn þriðja sigur í níu leikjum. Ben Gordon skoraði 16 stig fyrir Detroit. Tony Parker var með 19 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 111-94 sigur á Golden State Warriors en Spurs hefur þar með unnið 18 af 21 leik í vetur sem er besta byrjun félagsins frá upphafi. DeJuan Blair var með 15 stig og 13 fráköst hjá San Antonio og það kom ekki að sök þótt Tim Duncan væri bara með 8 stig á 17 mínútum. Reggie Williams skoraði 31 stig í fimmta tapi Golden State í röð.LeBron James.Mynd/APZach Randolph skoraði 34 stig þegar Memphis Grizzlies vann 104-98 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik í Phoenix. Rudy Gay var með 22 stig og Mike Conley bætti við 11 stigum og 14 stoðsendingum í fyrsta útisigri Memphis síðan 6. nóvember. Goran Dragic var stigahæstur hjá Phoenix með 17 stig og Hedo Turkoglu var með 15 stig. Steve Nash skoraði 11 stig en var með fleiri tapaða bolta (8) en stoðsendingar (7). Beno Udrih skoraði 23 stig og Jason Thompson var með 22 stig og 14 fráköst þegar Sacramento Kings endaði átta leikja taphrinu sína með 116-91 sigri á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall lék ekki með Washington vegna meiðsla en liðið er búið að tapa öllum tólf útileikjum sínum á tímabilinu. Al Thornton var stigahæstur með 20 stig og Gilbert Arenas skoraði 19 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Rajon Rondo.Mynd/APBoston Celtics-Denver Nuggets 105-89 Cleveland Cavaliers-Chicago Bulls 83-88 New York Knicks-Toronto Raptors 113-110 Milwaukee Bucks-Indiana Pacers 97-95 Minnesota Timberwolves-Oklahoma City Thunder 103-111 New Orleans Hornets-Detroit Pistons 93-74 San Antonio Spurs-Golden State Warriors 111-94 Phoenix Suns-Memphis Grizzlies 98-104 (framlengt) Utah Jazz-Miami Heat 98-111 Sacramento Kings-Washington Wizards 116-91 Los Angeles Clippers-Los Angeles Lakers 86-87 NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Sjá meira
Boston Celtics og Miami Heat héldu áfram sigurgöngum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers dramatískan eins stigs sigur á nágrönnunum í Clippers um leið og leiktíminn rann út. San Antonio Spurs vann 18. sigur sinn í 21 leik á tímabilinu og New York Knicks er búið að vinna sex leiki í röð. Ray Allen skoraði 28 stig í 105-89 sigri Boston Celtics á Denver Nuggets en þetta var áttundi sigur Boston-manna í röð. George Karl, þjálfari Denver, þarf því að bíða lengur eftir þúsundasta sigurleiknum sínum en Carmelo Anthony gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla. Kevin Garnett var með 17 stig líkt og Paul Pierce og þá gaf Rajon Rondo 13 stoðsendingar. Ty Lawson skoraði 24 stig fyrir Denver. LeBron James skoraði 33 stig og Dwyane Wade var með 28 stig þegar Miami Heat vann 111-98 útisigur á Utah Jazz. Miami vann lokaleikhlutann með 14 stigum og tryggði sér því sjötta sigurinn í röð. James var einnig með 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Zydrunas Ilgauskas var með 16 stig og 10 fráköst og Chris Bosh skoraði 14 stig. Al Jefferson skoraði 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Utah og Deron Williams var með 21 stig og 12 stoðsendingar. Derek Fisher tryggði Los Angeles Lakers 87-86 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers með því að skora úr sniðskoti rétt áður en lokaflautið gall. Fisher skoraði bara 6 stig í leiknum en Kobe Bryant var stigahæstur með 24 stig, Shannon Brown skoraði 16 stig og Pau Gasol var með 10 stig og 10 fráköst. Eric Gordon skoraði 24 stig fyrir Clippers og Blake Griffin var með 16 stig og 11 fráköst.Andrew Bogut fagnar sigurkörfu sinni.Mynd/APAmare Stoudemire og New York Knicks héldu góðu gengi sínu áfram í 113-110 sigri á Toronto Raptors. Þetta var sjötti sigur New York í röð og í öllum leikjunum hefur Stoudemire skoraði 30 stig eða meira. Hann skoraði 18 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en það var Raymond Felton sem tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu 2,7 sekúndum fyrir leikslok. Boltinn skoppaði fimm sinnum á hringnum áður en hann fór ofan í körfuna. Felton var með 28 stig og 11 stoðsendingar en Andrea Bargnani var stigahæstur hjá Toronto með 41 stig. Derrick Rose skoraði 29 stig þegar Chicago Bulls vann 88-83 sigur á Cleveland Cavaliers en Cleveland-liðið tapaði þarna sínum sjötta leik í röð. Luol Deng og Joakim Noah voru báðir með 13 stig í þriðja sigri Chicago í röð en Antawn Jamison skoraði 21 stig fyrir Cavaliers. Andrew Bogut tryggði Milwaukee Bucks 97-95 sigur á Indiana Pacers um leið og leiktíminn tann út. Ástralski miðherjinn endaði með 17 stig og 11 fráköst en Brandon Jennings var stigahæstur með 22 stig og Ersan Ilyasova var með 21 stig og 10 fráköst. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana.Úr leik Oklahoma City og Minnesota.Mynd/APKevin Durant var með 30 stig og 11 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann upp 19 stiga forskot Minnesota Timberwolves og tryggði sér 111-103 útisigur. Russell Westbrook var með 25 stig og 8 stoðsendingar og Thabo Sefolosha skoraði 13 stig. Kevin Love náði tröllatvennu í fimmta sinn á tímabilinu en hann var með 22 stig og 21 fráköst en stigahæstur hjá Minnesota var Michael Beasley með 26 stig. David West skoraði 25 stig og Chris Paul var með 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar New Orleans Hornets vann 93-74 sigur á Detoit Pistons. Marco Belinelli var með 22 stig og Emeka Okafor skoraði 14 stig fyrir New Orleans sem vann "aðeins" sinn þriðja sigur í níu leikjum. Ben Gordon skoraði 16 stig fyrir Detroit. Tony Parker var með 19 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 111-94 sigur á Golden State Warriors en Spurs hefur þar með unnið 18 af 21 leik í vetur sem er besta byrjun félagsins frá upphafi. DeJuan Blair var með 15 stig og 13 fráköst hjá San Antonio og það kom ekki að sök þótt Tim Duncan væri bara með 8 stig á 17 mínútum. Reggie Williams skoraði 31 stig í fimmta tapi Golden State í röð.LeBron James.Mynd/APZach Randolph skoraði 34 stig þegar Memphis Grizzlies vann 104-98 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik í Phoenix. Rudy Gay var með 22 stig og Mike Conley bætti við 11 stigum og 14 stoðsendingum í fyrsta útisigri Memphis síðan 6. nóvember. Goran Dragic var stigahæstur hjá Phoenix með 17 stig og Hedo Turkoglu var með 15 stig. Steve Nash skoraði 11 stig en var með fleiri tapaða bolta (8) en stoðsendingar (7). Beno Udrih skoraði 23 stig og Jason Thompson var með 22 stig og 14 fráköst þegar Sacramento Kings endaði átta leikja taphrinu sína með 116-91 sigri á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall lék ekki með Washington vegna meiðsla en liðið er búið að tapa öllum tólf útileikjum sínum á tímabilinu. Al Thornton var stigahæstur með 20 stig og Gilbert Arenas skoraði 19 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Rajon Rondo.Mynd/APBoston Celtics-Denver Nuggets 105-89 Cleveland Cavaliers-Chicago Bulls 83-88 New York Knicks-Toronto Raptors 113-110 Milwaukee Bucks-Indiana Pacers 97-95 Minnesota Timberwolves-Oklahoma City Thunder 103-111 New Orleans Hornets-Detroit Pistons 93-74 San Antonio Spurs-Golden State Warriors 111-94 Phoenix Suns-Memphis Grizzlies 98-104 (framlengt) Utah Jazz-Miami Heat 98-111 Sacramento Kings-Washington Wizards 116-91 Los Angeles Clippers-Los Angeles Lakers 86-87
NBA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Sjá meira