NBA í nótt: Dallas á skriði - vann Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2010 11:16 Caron Butler átti góðan leik með Dallas í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks er á miklu skriði þessa dagana en í nótt vann liðið góðan sigur á lánlausu liði Miami Heat, 106-95. Í gærnótt stöðvaði Dallas sigurgöngu San Antonio sem hafði unnið tólf leiki í röð og í nótt vann liðið sinn fimmta sigur í röð er LeBron James og félagar í Miami komu í heimsókn. Það er reyndar ekkert nýtt að Dallas vinni Miami og í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum liðanna sem það gerist. Dallas hefur ekki tapað fyrir Miami í deildakeppninni í sex og hálft ár. Það breyttist þó mikið hjá Miami í sumar þegar þeir James og Chris Bosh komu til liðsins og áttu margir von á miklu frá þeim. Þetta var fjórða tap Miami í síðustu fimm leikjum liðsins og ákváðu leikmenn að funda sérstaklega eftir leikinn í gær. Þríeykið í Miami virðist ekki ánægt með gengi liðsins.Mynd/AP Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Dallas náði að síga fram úr í þriðja leikhluta. Miami reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en náði mest að minnka muninn í fimm stig. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzky var með 22 stig. Alls skoruðu sex leikmenn Dallas minnst tíu stig í leiknum, þar af þrír varamenn. Að sama skapi fékk þríeykið hjá Miami afskaplega litla hjálp. James var með 23 stig og þeir Bosh og Wade 22 stig hvor. Allir aðrir leikmenn Miami skoruðu 28 stig til samans. Dallas er í fínum málum og hefur unnið tólf af sextán leikjum sínum í haust en Miami er í bullandi vandræðum með níu sigurleiki í alls sautján leikjum. Atlanta vann New York, 99-90. Jamal Crawford skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Al Horford var með sautján stig og níu fráköst. Orlando vann Washington, 100-99. Dwight Howard skoraði 32 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 4,3 sekúndur voru eftir. Milwaukee vann Charlotte, 104-101. Brandon Jennings skoraði 32 stig og setti niður tvö mikilvæg vítaskot þegar 5,7 sekúndur voru eftir. Golden State vann Minnesota, 104-94. Dorell Wright skoraði 30 stig og setti nýtt félagsmet með því að setja niður níu þrista í leiknum. Cleveland vann Memphis, 92-86. Mo Williams skoraði 25 stig og JJ Hendricks sextán fyrr Cleveland. Philadelphia vann New Jersey, 102-86. Jrue Holiday var með 20 stig og þrettán stoðsendingar fyrir Philadelphia. Chicago vann Sacramento, 96-85. Derrick Rose var með 30 stig, sjö stoðsendingar og sjö fráköst fyrir Chicago. NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Dallas Mavericks er á miklu skriði þessa dagana en í nótt vann liðið góðan sigur á lánlausu liði Miami Heat, 106-95. Í gærnótt stöðvaði Dallas sigurgöngu San Antonio sem hafði unnið tólf leiki í röð og í nótt vann liðið sinn fimmta sigur í röð er LeBron James og félagar í Miami komu í heimsókn. Það er reyndar ekkert nýtt að Dallas vinni Miami og í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum liðanna sem það gerist. Dallas hefur ekki tapað fyrir Miami í deildakeppninni í sex og hálft ár. Það breyttist þó mikið hjá Miami í sumar þegar þeir James og Chris Bosh komu til liðsins og áttu margir von á miklu frá þeim. Þetta var fjórða tap Miami í síðustu fimm leikjum liðsins og ákváðu leikmenn að funda sérstaklega eftir leikinn í gær. Þríeykið í Miami virðist ekki ánægt með gengi liðsins.Mynd/AP Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Dallas náði að síga fram úr í þriðja leikhluta. Miami reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en náði mest að minnka muninn í fimm stig. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzky var með 22 stig. Alls skoruðu sex leikmenn Dallas minnst tíu stig í leiknum, þar af þrír varamenn. Að sama skapi fékk þríeykið hjá Miami afskaplega litla hjálp. James var með 23 stig og þeir Bosh og Wade 22 stig hvor. Allir aðrir leikmenn Miami skoruðu 28 stig til samans. Dallas er í fínum málum og hefur unnið tólf af sextán leikjum sínum í haust en Miami er í bullandi vandræðum með níu sigurleiki í alls sautján leikjum. Atlanta vann New York, 99-90. Jamal Crawford skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Al Horford var með sautján stig og níu fráköst. Orlando vann Washington, 100-99. Dwight Howard skoraði 32 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 4,3 sekúndur voru eftir. Milwaukee vann Charlotte, 104-101. Brandon Jennings skoraði 32 stig og setti niður tvö mikilvæg vítaskot þegar 5,7 sekúndur voru eftir. Golden State vann Minnesota, 104-94. Dorell Wright skoraði 30 stig og setti nýtt félagsmet með því að setja niður níu þrista í leiknum. Cleveland vann Memphis, 92-86. Mo Williams skoraði 25 stig og JJ Hendricks sextán fyrr Cleveland. Philadelphia vann New Jersey, 102-86. Jrue Holiday var með 20 stig og þrettán stoðsendingar fyrir Philadelphia. Chicago vann Sacramento, 96-85. Derrick Rose var með 30 stig, sjö stoðsendingar og sjö fráköst fyrir Chicago.
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira