Nemendur koma vanbúnir í háskóla kolbeinn@frettabaldid.is. skrifar 1. júlí 2010 05:00 Líf og fjör á háskólatorgi. fréttablaðið/stefán Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur. Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur.
Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira