Snorri í Betel: Gagnrýnir umburðarleysi gagnvart kristni Valur Grettisson skrifar 8. september 2010 10:26 Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum. Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
„Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum.
Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira