Segja tilmæli Seðlabanka „sorgleg“ og „út í hött“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júní 2010 18:33 Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu. Innlent Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu.
Innlent Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira