Meistaraáskoruninni á opna breska mótinu í golfi hefur verið aflýst. Fyrrum sigurvegarar mótsins áttu að keppa í liðakeppni í dag en afleitt veður hefur sett strik í reikninginn.
Opna breska meistaramótið hefst á morgun en veðurspáin er ekki glæsileg. Rigning og rok er í Skotlandi í dag og mun væntanlega halda áfram.
Sir Nick Faldo átti að spila með Tiger Woods en áskorunin er liðakeppni þar sem spilaðar eru fjórar holur. Sigurvegararnir áttu að fá peninga til að gefa til góðgerðarmála.
Afleitt veður á St. Andrews í Skotlandi
