Telja uppsagnir geta bætt þjónustuna 11. nóvember 2010 04:45 Ríkisendurskoðun Viðamikil úttekt á starfsmannamálum ríkisins stendur nú yfir. Könnun meðal forstöðumanna leiðir í ljós að 61% þeirra hefur aldrei veitt starfsmanni skriflega áminningu og 79% hafa aldrei sagt upp starfsmanni í kjölfar áminningar. Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira