Þverbrestur þingsins Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. október 2010 06:00 Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Telja þeir að þingið hafi ekki reynst þeim vanda vaxið að kalla ráðherra til ábyrgðar á grundvelli 14. greinar stjórnarskrár sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál." Ég tek undir með pistlahöfundunum að það hefur verið átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi þingmanna gagnvart því ábyrgðarhlutverki sem þeir hafa í umboði almennings: Að skapa framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald. En hvað var það sem brást? Þegar sprungur myndast, þá verður einhvers staðar brestur undan þrýstingi og út frá honum rifnar stærri sprunga sem getur kvíslast og teygt sig bæði djúpt og langt. Brestur þessa máls varð í úrvinnslunni á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins. Þinginu bar að bregðast við niðurstöðum nefndarinnar og gera ráðstafanir til úrbóta í því efni. Skipuð var sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og lögmanns. Atla-nefndinni svokölluðu var falið með sérstakri samþykkt á Alþingi að vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Það tókst að hluta til. Tillögur nefndarinnar um almennar úrbætur á stjórnarfari okkar hlutu góðan hljómgrunn í þinginu og um þær var einhuga sátt. Öðru máli gegnir um þann þátt sem snýr að landsdómi - þar mistókst úrvinnslan hrapallega. Ástæðan er einfaldlega sú að Atla-nefndin lét sér ekki nægja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis þegar kom að spurningunni um að ákæra fyrrverandi ráðherra. RNA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrverandi ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hefðu brugðist starfsskyldum sínum sem ráðherrar efnahags- og fjármálakerfis með aðgerðaleysi og/eða vanrækslu sem þyrfti frekari rannsóknar við á réttum vettvangi. Rannsóknarnefndin undanskildi hins vegar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hlutverk hennar sem utanríkisráðherra væri ekki hægt að heimfæra á það sem gerðist í bankahruninu. Þar með var ekki dregið úr pólitískri ábyrgð hennar sem formanns Samfylkingarinnar á þeim tíma, heldur horft til ákvæða stjórnarskrár og laga um ráðherraábyrgð. Alþingi getur samkvæmt fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði aðeins kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra á viðkomandi málasviði, þ.e. því málasviði sem undir ráðuneytið heyra. Ég er sammála niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og greiddi atkvæði í samræmi við það þegar málið kom til kasta Alþingis í síðustu viku. Ég tel einnig að ef þingmannanefndin hefði haldið sig við niðurstöðu RNA hefði atkvæðagreiðslan í þinginu farið á annan veg en varð, og línur orðið mun skýrari. En þingmannanefndin gekk lengra. Meirihluti Atla-nefndarinnar vildi koma lögum yfir fleiri en þá sem skýrsla RNA gaf ástæðu til. Sá þrýstingur varð aftur til þess að nefndin þríklofnaði þar sem tveir vildu engan ákæra, tveir vildu ákæra þrjá, fimm vildu ákæra fjóra. Þarna varð sá þverbrestur í starfi nefndarinnar sem nú hefur teygt sig inn í þingið og dregið dilk á eftir sér. Þrýstingurinn sem þetta olli varð nefndinni og þinginu ofraun. Afleiðingin er sú að Alþingi Íslendinga hefur nú heykst á því að veita framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald og láta fara fram viðhlítandi rannsókn fyrir dómstólum á hlut stjórnvalda í hrunferlinu 2008. Nú verður það einungis einn maður sem mun standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir landsdómi - þegar hið rökrétta hefði verið að fagráðherrarnir í ríkisstjórn hans hefðu einnig sætt rannsókn á sömu forsendum og átt þess kost að verjast fyrir dómi. Þeir síðarnefndu verða nú lykilvitni í málaferlunum. Þeirra hlutskipti er orðið það að fá aldrei endanlegar lyktir síns máls á opinberum vettvangi, hvorki til sektar né sýknu. Eftir situr þjóðin höggdofa yfir niðurstöðunni, en þingheimur ráðvilltur, reiður og marg klofinn í afstöðu sinni. Afleit niðurstaða fyrir alla sem hlut eiga að þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Telja þeir að þingið hafi ekki reynst þeim vanda vaxið að kalla ráðherra til ábyrgðar á grundvelli 14. greinar stjórnarskrár sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál." Ég tek undir með pistlahöfundunum að það hefur verið átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi þingmanna gagnvart því ábyrgðarhlutverki sem þeir hafa í umboði almennings: Að skapa framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald. En hvað var það sem brást? Þegar sprungur myndast, þá verður einhvers staðar brestur undan þrýstingi og út frá honum rifnar stærri sprunga sem getur kvíslast og teygt sig bæði djúpt og langt. Brestur þessa máls varð í úrvinnslunni á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins. Þinginu bar að bregðast við niðurstöðum nefndarinnar og gera ráðstafanir til úrbóta í því efni. Skipuð var sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og lögmanns. Atla-nefndinni svokölluðu var falið með sérstakri samþykkt á Alþingi að vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Það tókst að hluta til. Tillögur nefndarinnar um almennar úrbætur á stjórnarfari okkar hlutu góðan hljómgrunn í þinginu og um þær var einhuga sátt. Öðru máli gegnir um þann þátt sem snýr að landsdómi - þar mistókst úrvinnslan hrapallega. Ástæðan er einfaldlega sú að Atla-nefndin lét sér ekki nægja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis þegar kom að spurningunni um að ákæra fyrrverandi ráðherra. RNA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrverandi ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hefðu brugðist starfsskyldum sínum sem ráðherrar efnahags- og fjármálakerfis með aðgerðaleysi og/eða vanrækslu sem þyrfti frekari rannsóknar við á réttum vettvangi. Rannsóknarnefndin undanskildi hins vegar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hlutverk hennar sem utanríkisráðherra væri ekki hægt að heimfæra á það sem gerðist í bankahruninu. Þar með var ekki dregið úr pólitískri ábyrgð hennar sem formanns Samfylkingarinnar á þeim tíma, heldur horft til ákvæða stjórnarskrár og laga um ráðherraábyrgð. Alþingi getur samkvæmt fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði aðeins kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra á viðkomandi málasviði, þ.e. því málasviði sem undir ráðuneytið heyra. Ég er sammála niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og greiddi atkvæði í samræmi við það þegar málið kom til kasta Alþingis í síðustu viku. Ég tel einnig að ef þingmannanefndin hefði haldið sig við niðurstöðu RNA hefði atkvæðagreiðslan í þinginu farið á annan veg en varð, og línur orðið mun skýrari. En þingmannanefndin gekk lengra. Meirihluti Atla-nefndarinnar vildi koma lögum yfir fleiri en þá sem skýrsla RNA gaf ástæðu til. Sá þrýstingur varð aftur til þess að nefndin þríklofnaði þar sem tveir vildu engan ákæra, tveir vildu ákæra þrjá, fimm vildu ákæra fjóra. Þarna varð sá þverbrestur í starfi nefndarinnar sem nú hefur teygt sig inn í þingið og dregið dilk á eftir sér. Þrýstingurinn sem þetta olli varð nefndinni og þinginu ofraun. Afleiðingin er sú að Alþingi Íslendinga hefur nú heykst á því að veita framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald og láta fara fram viðhlítandi rannsókn fyrir dómstólum á hlut stjórnvalda í hrunferlinu 2008. Nú verður það einungis einn maður sem mun standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir landsdómi - þegar hið rökrétta hefði verið að fagráðherrarnir í ríkisstjórn hans hefðu einnig sætt rannsókn á sömu forsendum og átt þess kost að verjast fyrir dómi. Þeir síðarnefndu verða nú lykilvitni í málaferlunum. Þeirra hlutskipti er orðið það að fá aldrei endanlegar lyktir síns máls á opinberum vettvangi, hvorki til sektar né sýknu. Eftir situr þjóðin höggdofa yfir niðurstöðunni, en þingheimur ráðvilltur, reiður og marg klofinn í afstöðu sinni. Afleit niðurstaða fyrir alla sem hlut eiga að þessu máli.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun