Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni bar sigur úr býtum á Flugfélags Íslands mótinu en keppni í kvennaflokki er nýlokið. Leikið var í Vesmannaeyjum.
Valdís lék á 150 höggum, tíu höggum yfir pari. Hún varð einu höggi á undan Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. Valdís var sjö höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar en lék mun betur á seinni níu.
Ólafía Þórunn átti besta hring dagsins. Hún lék á 71 höggi, einu höggi yfir pari.