NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel Óskar Ófeigur JónssonDerrick Rose skrifar 31. október 2010 11:00 Derrick Rose í leiknum í nótt. Mynd/AP Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99 NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira