Prófessor við HÍ fær Gad Rausings verðlaunin 7. mars 2010 18:18 Vésteinn Ólason. Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. Það er akademía sögulegra hugvísinda og fornfræði í Stokkhólmi (Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitetsakademien) sem veitir verðlaunin. Vésteinn mun taka við þeim í Stokkhólmi hinn 19. mars næstkomandi. Verðlaunin sem Vésteinn hlýtur eru kennd við Gad Rausing, sem var sænskur iðnjöfur og jafnframt fræðimaður á sviði fornleifafræði og velgjörðamaður rannsóknarstarfa. Gad Rausing andaðist árið 2000, en verðlaunin hafa verið veitt fræðimanni á Norðurlöndum á hverju ári frá árinu 2003. Í rökstuðningi fyrir verðlaununum að þessu sinni segir að þau séu veitt fyrir framúrskarandi framlag til að endurnýja rannsóknir á íslenskum bókmenntum og fyrir störf að varðveislu og rannsóknum íslensks handritaarfs. Vésteinn Ólason er mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og hefur sömuleiðis doktorsgráðu frá sama háskóla. Hann hefur kennt íslensk fræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Vésteinn starfaði síðast sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. Það er akademía sögulegra hugvísinda og fornfræði í Stokkhólmi (Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitetsakademien) sem veitir verðlaunin. Vésteinn mun taka við þeim í Stokkhólmi hinn 19. mars næstkomandi. Verðlaunin sem Vésteinn hlýtur eru kennd við Gad Rausing, sem var sænskur iðnjöfur og jafnframt fræðimaður á sviði fornleifafræði og velgjörðamaður rannsóknarstarfa. Gad Rausing andaðist árið 2000, en verðlaunin hafa verið veitt fræðimanni á Norðurlöndum á hverju ári frá árinu 2003. Í rökstuðningi fyrir verðlaununum að þessu sinni segir að þau séu veitt fyrir framúrskarandi framlag til að endurnýja rannsóknir á íslenskum bókmenntum og fyrir störf að varðveislu og rannsóknum íslensks handritaarfs. Vésteinn Ólason er mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og hefur sömuleiðis doktorsgráðu frá sama háskóla. Hann hefur kennt íslensk fræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Vésteinn starfaði síðast sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira