Örn Ævar sló næstum inn í klúbbhúsið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. júlí 2010 22:00 Örn áður en hann sló inn á 18. flötina í dag. Mynd: GKB Örn Ævar Hjartarson úr GS sló annað höggi inn á 18. braut nánast inn í klúbbhúsið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli. Annað högg Arnar misheppnaðist algjörlega. Hann var um 100 metra frá flötinni og sló hátt og missti boltann til vinstri. Boltinn hafnaði við gaflinn á klúbbhúsinu en á heimasíðu GKB segir að klúbbfélagar hafi sjaldan séð bolta lenda á þessum stað við 18 flötina. "Ég hélt að boltinn hefði farið í golfbíl sem var þarna í línunni. Það hefði kannski bara verið betra því þá hefði boltinn getað hoppað af bílnum og inn á flötina," sagði Örn Ævar við heimasíðu GKB með bros á vör og gerði grín af ölllu saman. Hann leysti þetta högg vel, sló inn á flötina og boltinn rúllaði svona þrjá metra fram hjá holunni. Hann átti því nokkuð erfitt pútt eftir niður í móti fyrir pari. Hann var aðeins of stuttur í púttinu og varð að sætta sig við skolla. Örn lék hringinn á 75 höggum og er í 9. sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Örn Ævar Hjartarson úr GS sló annað höggi inn á 18. braut nánast inn í klúbbhúsið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli. Annað högg Arnar misheppnaðist algjörlega. Hann var um 100 metra frá flötinni og sló hátt og missti boltann til vinstri. Boltinn hafnaði við gaflinn á klúbbhúsinu en á heimasíðu GKB segir að klúbbfélagar hafi sjaldan séð bolta lenda á þessum stað við 18 flötina. "Ég hélt að boltinn hefði farið í golfbíl sem var þarna í línunni. Það hefði kannski bara verið betra því þá hefði boltinn getað hoppað af bílnum og inn á flötina," sagði Örn Ævar við heimasíðu GKB með bros á vör og gerði grín af ölllu saman. Hann leysti þetta högg vel, sló inn á flötina og boltinn rúllaði svona þrjá metra fram hjá holunni. Hann átti því nokkuð erfitt pútt eftir niður í móti fyrir pari. Hann var aðeins of stuttur í púttinu og varð að sætta sig við skolla. Örn lék hringinn á 75 höggum og er í 9. sæti á samtals 5 höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira