Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2010 09:45 Spennan er mest í H-riðli, riðli Arsenal og Braga. Nordic Photos / Getty Images Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira