Tvíeykið Pier Paolo Piccioli og Maria Grazia Chiuri hefur heillað tískuheiminn upp úr skónum að undanförnu en þau hanna undir merkjum tískurisans Valentino.
Á síðustu tískusýningu sinni í París nýverið sýndu þau flíkur fyrir vor og sumar 2011. Þar undirstrikuðu þau þá nýju stefnu sem þau hafa markað fyrir tískuhúsið.
Ætlunarverk þeirra virðist hafa tekist en yngri konur hafa nú fallið fyrir hinum klassíska Valentino.





