Tiger Woods á litla von um sigur á Players Championshíp-mótinu eftir tvo daga. Tiger er níu höggum á eftir Englendingnum Lee Westwood sem er að spila frábærlega.
Westwood er með eins höggs forskot eftir fyrstu tvo dagana en hann lék á 65 höggum í gær. Hann lék fyrsta daginn á 67 höggum.
Ryuji Imada, Francesco Molinari og Heath Slocum eru svo jafnir í öðru sæti á 11 höggum undir pari.
Tiger og Phil Mickelson komu báðir í hús á 71 höggi. Mickelson getur náð toppsætinu á heimslistanum af Tiger takist honum að vinna mótið og Tiger er ekki í einu af fimm efstu sætunum.
Þar sem þeir eru jafnir verður að teljast ólíklegt að það gerist.