Tvær fyrirsætukeppnir á Íslandi með stuttu millibili 28. ágúst 2010 00:01 Íslenskar stelpur sem ganga með fyrirsætudrauminn í maganum ættu að geta fundið sér vettvang til að láta ljós sitt skína því tvær fyrirsætukeppnir verða í Reykjavík með nokkurra mánaða millibili. Íslenska umboðsskrifstofan Eskimo Models hefur aftur tekið við Ford-fyrirsætukeppninni og fer keppnin fram í janúar á næsta ári. Þetta þýðir að tvær fyrirsætukeppnir verða haldnar hér á landi með stuttu millibili því nýtt útibú Elite-módelskrifstofunnar á Íslandi stendur einnig fyrir slíkri keppni í lok september. Eskimo sá um Ford-keppnina í níu ár en vegna mikilla anna var ákveðið að gera hlé á rekstri hennar. „Þetta var hreinlega orðið of mikið. Við vorum bæði með skrifstofur á Indlandi og að reka tískumerkið E-label og sáum ekki fram á að geta sinnt keppninni líka. Það er mikill undirbúningur og margra mánaða vinna sem liggur að baki svona keppni og við vildum frekar gera þetta vel en að henda þessu upp í flýti," útskýrir Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models. Hún sér um keppnina ásamt góðu teymi fagmanna sem samanstendur af fyrirsætunni Tinnu Bergs, hönnuðinum Ásgrími Má, stílistanum Öldu B., Karli Berndsen og förðunarfræðingnum Fríðu Maríu. Leitin að nýjum fyrirsætum er í hámarki þessa dagana og segir Andrea að vel gangi að finna stúlkur til að taka þátt í keppninni. „Við erum á fullu að leita að stúlkum þessa dagana og það hefur gengið vel. Við erum í fyrsta sinn líka að leita að fyrirsætum í yfirstærð þannig þetta er ekki bara fyrir tággrannar stúlkur. Sigurvegarinn heldur svo út í heim í sumar og keppir þar í alþjóðlegu Ford-keppninni." Ford-módelskrifstofan var stofnuð árið 1946 í New York og var lengi eina módelskrifstofan þar í borg, eða allt þar til franska umboðsskrifstofan Elite opnaði útibú í borginni í upphafi níunda áratugarins og upp hófst hið svonefnda „fyrirsætustríð". Innt eftir því hvort svipað stríð sé í vændum á Íslandi núna svarar Andrea því neitandi. „Nei, það er ekkert stríð. Þetta er lítið land og öll samkeppni er góð og gefur manni smá spark í rassinn þannig að þetta er bara spennandi og ekkert stríð á milli okkar," segir hún. sara@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íslenskar stelpur sem ganga með fyrirsætudrauminn í maganum ættu að geta fundið sér vettvang til að láta ljós sitt skína því tvær fyrirsætukeppnir verða í Reykjavík með nokkurra mánaða millibili. Íslenska umboðsskrifstofan Eskimo Models hefur aftur tekið við Ford-fyrirsætukeppninni og fer keppnin fram í janúar á næsta ári. Þetta þýðir að tvær fyrirsætukeppnir verða haldnar hér á landi með stuttu millibili því nýtt útibú Elite-módelskrifstofunnar á Íslandi stendur einnig fyrir slíkri keppni í lok september. Eskimo sá um Ford-keppnina í níu ár en vegna mikilla anna var ákveðið að gera hlé á rekstri hennar. „Þetta var hreinlega orðið of mikið. Við vorum bæði með skrifstofur á Indlandi og að reka tískumerkið E-label og sáum ekki fram á að geta sinnt keppninni líka. Það er mikill undirbúningur og margra mánaða vinna sem liggur að baki svona keppni og við vildum frekar gera þetta vel en að henda þessu upp í flýti," útskýrir Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models. Hún sér um keppnina ásamt góðu teymi fagmanna sem samanstendur af fyrirsætunni Tinnu Bergs, hönnuðinum Ásgrími Má, stílistanum Öldu B., Karli Berndsen og förðunarfræðingnum Fríðu Maríu. Leitin að nýjum fyrirsætum er í hámarki þessa dagana og segir Andrea að vel gangi að finna stúlkur til að taka þátt í keppninni. „Við erum á fullu að leita að stúlkum þessa dagana og það hefur gengið vel. Við erum í fyrsta sinn líka að leita að fyrirsætum í yfirstærð þannig þetta er ekki bara fyrir tággrannar stúlkur. Sigurvegarinn heldur svo út í heim í sumar og keppir þar í alþjóðlegu Ford-keppninni." Ford-módelskrifstofan var stofnuð árið 1946 í New York og var lengi eina módelskrifstofan þar í borg, eða allt þar til franska umboðsskrifstofan Elite opnaði útibú í borginni í upphafi níunda áratugarins og upp hófst hið svonefnda „fyrirsætustríð". Innt eftir því hvort svipað stríð sé í vændum á Íslandi núna svarar Andrea því neitandi. „Nei, það er ekkert stríð. Þetta er lítið land og öll samkeppni er góð og gefur manni smá spark í rassinn þannig að þetta er bara spennandi og ekkert stríð á milli okkar," segir hún. sara@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira