Töff tískusýning í Tjarnarbíói 10. nóvember 2010 08:00 fatahönnuðir framtíðarinnar Helga Jóakimsdóttir, Elísabet Maren Guðjónsdóttir, María Nielsen og Björg Gunnarsdóttir munu allar sýna hönnun sína á laugardaginn. fréttablaðið/vilhelm „Sýningin verður lokaviðburðurinn í viku Unglistar, listahátíðar unga fólksins,“ segir María Nielsen, nemandi Tækniskólans í Reykjavík en hún er einn af skipuleggjendum tískusýningar sem haldin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn. Alls taka 33 nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans þátt í tískusýningunni og sýna þar hönnun sína og hæfni í handverki. „Við erum búin að vera að vinna að sýningunni í allt haust,“ segir María og því ljóst að undirbúningurinn er mikill. „Stelpur sem eru að læra förðun hjá Airbrush & Makeup School hjálpa okkur að farða módelin og hárgreiðslunemar Tækniskólans sjá um hárgreiðsluna. Svo fáum við líka nemendur á ljósmyndabrautinni í skólanum til að taka myndir.“ Það er því ljóst að ansi margar deildir Tækniskólans koma að sýningunni. Fyrirsæturnar sem sýna hönnunina eru allar þaulvanar og tóku flestar þeirra þátt í Elite Models-fyrirsætukeppninni sem haldin var á dögunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum alvöru módel til að vera með,“ segir María. Spurð hvað hönnuðirnir ætli að sýna segir María það vera misjafnt eftir hverjum og einum. „Sumir nemendurnir eru að læra kjólasaum, aðrir klæðskerann og enn aðrir sérsaum, svo það verður hægt að sjá ansi margt frá okkur. En ég get sagt það að sýningin hefur aldrei verið jafn vegleg.“ Tískusýningin verður í Tjarnarbíói á laugardagskvöldið og hefst hún klukkan átta, en aðgangur er ókeypis.-ka Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Sýningin verður lokaviðburðurinn í viku Unglistar, listahátíðar unga fólksins,“ segir María Nielsen, nemandi Tækniskólans í Reykjavík en hún er einn af skipuleggjendum tískusýningar sem haldin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn. Alls taka 33 nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans þátt í tískusýningunni og sýna þar hönnun sína og hæfni í handverki. „Við erum búin að vera að vinna að sýningunni í allt haust,“ segir María og því ljóst að undirbúningurinn er mikill. „Stelpur sem eru að læra förðun hjá Airbrush & Makeup School hjálpa okkur að farða módelin og hárgreiðslunemar Tækniskólans sjá um hárgreiðsluna. Svo fáum við líka nemendur á ljósmyndabrautinni í skólanum til að taka myndir.“ Það er því ljóst að ansi margar deildir Tækniskólans koma að sýningunni. Fyrirsæturnar sem sýna hönnunina eru allar þaulvanar og tóku flestar þeirra þátt í Elite Models-fyrirsætukeppninni sem haldin var á dögunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum alvöru módel til að vera með,“ segir María. Spurð hvað hönnuðirnir ætli að sýna segir María það vera misjafnt eftir hverjum og einum. „Sumir nemendurnir eru að læra kjólasaum, aðrir klæðskerann og enn aðrir sérsaum, svo það verður hægt að sjá ansi margt frá okkur. En ég get sagt það að sýningin hefur aldrei verið jafn vegleg.“ Tískusýningin verður í Tjarnarbíói á laugardagskvöldið og hefst hún klukkan átta, en aðgangur er ókeypis.-ka
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira