Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni 17. júní 2010 06:00 Júlli á góðum degi Júlíus Þorbergsson hefur rekið Drauminn í 22 ár.Fréttablaðið/gva „Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh Fréttir Innlent Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh
Fréttir Innlent Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira