Kolbeinn og félagar úr leik en fimm lið komust áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2010 22:19 Giuseppe Rossi og félagar í Villarreal tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Mynd/AP Liverpool var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld því fjögur önnur félög, Villarreal, Sparta Prag, Dynamo Kiev, Besiktas, eru einnig kominn áfram upp úr sínum riðlum. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AZ Alkmaar eru hinsvegar úr leik eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sheriff Tiraspol. Utrecht komst í 3-1 á móti Napoli í riðli Liverpool en missti leikinn niður í jafntefli og er þar með út leik í keppninni. Liverpool er með 9 stig og er komið áfram og Steaua Búkarest er í 2. sæti með sex stig. Napoli er með 4 stig eins og Utrecht en hollenska liðið er með lakari innyrðisstöðu á móti bæði Steaua og Napoli og því er ljóst að liðið mun aldrei geta komist upp í 2. sæti K-riðilsins.Frá leik Dynamo Kiev og BATE Borisov í kvöld.Mynd/APParis Saint-Germain tryggði sér sæti í útsláttarkeppninni með 4-2 sigri á spænska liðinu Sevilla á heimavelli. Sevilla er þremur stigum á eftir PSG í öðru sæti J-riðils, einu stigi á undan Borussia Dortmund, sem vann 3-0 sigur á KR-bönunum í Karpaty Lviv. Sevilla og Borussia Dortmund mætast í úrslitaleik í lokaumferðinni og fer sá leikur fram á Spáni. Úrslitin réðust í L-riðli, Porto tryggði sér sigur í riðlinum með 3-1 útisigri á Rapid Vín þar sem Falcao skoraði þrennu. Besiktas tryggði sér annað sætið með 2-1 útisigri á CSKA Sofia.Sparta Prag tryggði sér annað sætið í F-riðli með því að ná 2-2 jafntefli í Palermo en CSKA Moskva var búið að vinna riðilinn fyrir leiki kvöldsins. CSKA vann 5-1 stórsigur á Lausanne í kvöld. Villarreal tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 3-0 sigri á Dinamo Zagreb þar sem Giuseppi Rossi skoraði tvö mörk. PAOK hefði komist áfram með sigri á Club Brugge en Belgarnir jöfnuðu í blálokin og því keppa PAOK og Dinamo Zagreb um sæti í útsláttarkeppninni í lokaumferð riðilsins.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Edison Cavani skoraði þrennu fyrir Napoli í kvöld.Mynd/APJ-riðill Borussia Dortmund-Karpaty Lviv 3-0 1-0 Shinji Kagawa (5.), 2-0 Mats Hummels (49.), 3-0 Robert Lewandowski (89.)Paris St Germain-Sevilla 4-2 1-0 Mathieu Bodmer (17.), 2-0 Guillaume Hoarau (20.), 2-1 Frederic Kanoute (32.), 2-2 Frederic Kanoute (36.), 3-2 Nené (45.), 4-2 Guillaume Hoarau (47.).D-riðill Villarreal-Dinamo Zagreb 3-0 1-0 Giuseppe Rossi (25.), 2-0 Marco Ruben (63.), 3-0 Giuseppe Rossi (80.)PAOK Thessaloniki-Club Brugge 1-1 1-0 Vieirinha (25.), 1-1 Stefan Scepovic (90.)F-riðill CSKA Moskva-Lausanne 5-1 1-0 Tomás Necid (18.), 2-0 Jabateh Oliseh Sekou (22.), 3-0 Zoran Tosic (40.), 4-0 Alan Dzagoev (71.), 5-0 Tomás Necid (82.), 5-1 Abdul Carrupt (90.).Palermo-Sparta Prag 2-2 1-0 Nicola Rigoni (23.), 1-1 Jiri Kladrubsky (51.), 2-1 Mauricio Pinilla (59.), 2-2 Juraj Kucka (62.)L-riðillCSKA Sofia-Besiktas 1-2 0-1 Tomas Zapotocny (59.), 0-2 Filip Holosko (64.), 1-2 Cilian Sheridan (79.)Rapid Vín-Porto 1-3 1-0 Christopher Trimmel (39.), 1-1 Falcao (42.), 1-2 Falcao (86.), 1-3 Falcao (88.) K-riðillUtrecht-Napoli 3-3 0-1 Edison Cavani (5.), 1-1 Ricky van Wolfswinkel (6.), 2-1 Ricky van Wolfswinkel (28.), 3-1 Frank Demouge (35.), 3-2 Edison Cavani (42.), 3-3 Edison Cavani (70.)Steaua Búkarest-Liverpool 1-1 0-1 Milan Jovanovic (19.), 1-1 Eder Bonfim (61.)E-riðillSheriff Tiraspol-AZ Alkmaar 1-1 0-1 Brett Holman (17.), 1-1 Florian Rouamba (54.) Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AZ og lék allan leikinn.Bate Borisov-Dynamo Kiev 1-4 0-1 Ognjen Vukojevic (16.), 0-2 Andriy Yarmolenko (43.), 0-3 Oleg Gusev (50.), 0-4 Artem Milevski (68.), 1-4 Pavel Nekhaychik (84.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Liverpool var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld því fjögur önnur félög, Villarreal, Sparta Prag, Dynamo Kiev, Besiktas, eru einnig kominn áfram upp úr sínum riðlum. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AZ Alkmaar eru hinsvegar úr leik eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sheriff Tiraspol. Utrecht komst í 3-1 á móti Napoli í riðli Liverpool en missti leikinn niður í jafntefli og er þar með út leik í keppninni. Liverpool er með 9 stig og er komið áfram og Steaua Búkarest er í 2. sæti með sex stig. Napoli er með 4 stig eins og Utrecht en hollenska liðið er með lakari innyrðisstöðu á móti bæði Steaua og Napoli og því er ljóst að liðið mun aldrei geta komist upp í 2. sæti K-riðilsins.Frá leik Dynamo Kiev og BATE Borisov í kvöld.Mynd/APParis Saint-Germain tryggði sér sæti í útsláttarkeppninni með 4-2 sigri á spænska liðinu Sevilla á heimavelli. Sevilla er þremur stigum á eftir PSG í öðru sæti J-riðils, einu stigi á undan Borussia Dortmund, sem vann 3-0 sigur á KR-bönunum í Karpaty Lviv. Sevilla og Borussia Dortmund mætast í úrslitaleik í lokaumferðinni og fer sá leikur fram á Spáni. Úrslitin réðust í L-riðli, Porto tryggði sér sigur í riðlinum með 3-1 útisigri á Rapid Vín þar sem Falcao skoraði þrennu. Besiktas tryggði sér annað sætið með 2-1 útisigri á CSKA Sofia.Sparta Prag tryggði sér annað sætið í F-riðli með því að ná 2-2 jafntefli í Palermo en CSKA Moskva var búið að vinna riðilinn fyrir leiki kvöldsins. CSKA vann 5-1 stórsigur á Lausanne í kvöld. Villarreal tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 3-0 sigri á Dinamo Zagreb þar sem Giuseppi Rossi skoraði tvö mörk. PAOK hefði komist áfram með sigri á Club Brugge en Belgarnir jöfnuðu í blálokin og því keppa PAOK og Dinamo Zagreb um sæti í útsláttarkeppninni í lokaumferð riðilsins.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Edison Cavani skoraði þrennu fyrir Napoli í kvöld.Mynd/APJ-riðill Borussia Dortmund-Karpaty Lviv 3-0 1-0 Shinji Kagawa (5.), 2-0 Mats Hummels (49.), 3-0 Robert Lewandowski (89.)Paris St Germain-Sevilla 4-2 1-0 Mathieu Bodmer (17.), 2-0 Guillaume Hoarau (20.), 2-1 Frederic Kanoute (32.), 2-2 Frederic Kanoute (36.), 3-2 Nené (45.), 4-2 Guillaume Hoarau (47.).D-riðill Villarreal-Dinamo Zagreb 3-0 1-0 Giuseppe Rossi (25.), 2-0 Marco Ruben (63.), 3-0 Giuseppe Rossi (80.)PAOK Thessaloniki-Club Brugge 1-1 1-0 Vieirinha (25.), 1-1 Stefan Scepovic (90.)F-riðill CSKA Moskva-Lausanne 5-1 1-0 Tomás Necid (18.), 2-0 Jabateh Oliseh Sekou (22.), 3-0 Zoran Tosic (40.), 4-0 Alan Dzagoev (71.), 5-0 Tomás Necid (82.), 5-1 Abdul Carrupt (90.).Palermo-Sparta Prag 2-2 1-0 Nicola Rigoni (23.), 1-1 Jiri Kladrubsky (51.), 2-1 Mauricio Pinilla (59.), 2-2 Juraj Kucka (62.)L-riðillCSKA Sofia-Besiktas 1-2 0-1 Tomas Zapotocny (59.), 0-2 Filip Holosko (64.), 1-2 Cilian Sheridan (79.)Rapid Vín-Porto 1-3 1-0 Christopher Trimmel (39.), 1-1 Falcao (42.), 1-2 Falcao (86.), 1-3 Falcao (88.) K-riðillUtrecht-Napoli 3-3 0-1 Edison Cavani (5.), 1-1 Ricky van Wolfswinkel (6.), 2-1 Ricky van Wolfswinkel (28.), 3-1 Frank Demouge (35.), 3-2 Edison Cavani (42.), 3-3 Edison Cavani (70.)Steaua Búkarest-Liverpool 1-1 0-1 Milan Jovanovic (19.), 1-1 Eder Bonfim (61.)E-riðillSheriff Tiraspol-AZ Alkmaar 1-1 0-1 Brett Holman (17.), 1-1 Florian Rouamba (54.) Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AZ og lék allan leikinn.Bate Borisov-Dynamo Kiev 1-4 0-1 Ognjen Vukojevic (16.), 0-2 Andriy Yarmolenko (43.), 0-3 Oleg Gusev (50.), 0-4 Artem Milevski (68.), 1-4 Pavel Nekhaychik (84.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira