Rigningin að riðla öllu í Ryder-bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2010 19:30 Tiger Woods með regnhlífina í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Vegna rigninganna og frestuninnar í dag hefur dagskrá Ryder-bikarsins riðlast mikið en mótshaldarar gera nú allt til þess að það verði hægt að klára keppnina á sunnudaginn. Takist það ekki mun Ryder-bikarnum ljúka á mánudegi í fyrsta sinn í sögu hans. Þegar keppni var frestað í kvöld þá var bandaríska liðið yfir í tveimur leikjum, í einum leik var jafnt og Evrópa var yfir í einum leik. Fyrsti leikur komst á þrettándu holu en aðrir leikir eru komnir styttra. Evrópa byrjaði betur í morgun en sjö tíma biðin fór greinilega betur í Bandaríkjamenn sem spiluðu mun betur seinni hluta dagsins. Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Matt Kuchar eru tveimur holum yfir gegn Norður Írunum Rory McIlroy og Greame McDowell en þeir hafa klárað elleftu holu. Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og Bubba Watson eru líka yfir gegn Evrópumönnunum Padraig Harrington og Luke Donald en þeir hafa bara lokið átta holum. Evrópumennirnir Lee Westwood og Martin Kaymer eru einni holu yfir gegn Bandaríkjamönnunm Phil Mickelson og Dustin Johnson þegar þeir eru búnir að spila tólf holur en það er allt jafnt hjá Bandaríkjamönnunum Tiger Woods og Steve Stricker á móti Englendingunum Ian Poutler og Ross Fisher. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enginn fjórleikur kláraðist á fyrsta degi Ryder-bikarsins í golfi í dag en það varð að fresta leik í sjö tíma vegna mikilla rigninga. Þetta er í 38. sinn þar sem Bandaríkin og Evrópu keppa í þessari frægustu liðakeppni í golfi og hafa Bandaríkjamenn titil að verja. Vegna rigninganna og frestuninnar í dag hefur dagskrá Ryder-bikarsins riðlast mikið en mótshaldarar gera nú allt til þess að það verði hægt að klára keppnina á sunnudaginn. Takist það ekki mun Ryder-bikarnum ljúka á mánudegi í fyrsta sinn í sögu hans. Þegar keppni var frestað í kvöld þá var bandaríska liðið yfir í tveimur leikjum, í einum leik var jafnt og Evrópa var yfir í einum leik. Fyrsti leikur komst á þrettándu holu en aðrir leikir eru komnir styttra. Evrópa byrjaði betur í morgun en sjö tíma biðin fór greinilega betur í Bandaríkjamenn sem spiluðu mun betur seinni hluta dagsins. Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Matt Kuchar eru tveimur holum yfir gegn Norður Írunum Rory McIlroy og Greame McDowell en þeir hafa klárað elleftu holu. Bandaríkjamennirnir Jeff Overton og Bubba Watson eru líka yfir gegn Evrópumönnunum Padraig Harrington og Luke Donald en þeir hafa bara lokið átta holum. Evrópumennirnir Lee Westwood og Martin Kaymer eru einni holu yfir gegn Bandaríkjamönnunm Phil Mickelson og Dustin Johnson þegar þeir eru búnir að spila tólf holur en það er allt jafnt hjá Bandaríkjamönnunum Tiger Woods og Steve Stricker á móti Englendingunum Ian Poutler og Ross Fisher.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira