Tíska og hönnun

Frísklegur Wang

Þægilegt og flott.
Þægilegt og flott.

Alexander Wang leit ekki við svörtum lit í sköpun nýjustu línu sinnar og var afraksturinn frískleg og létt lína fyrir næsta ár.

Í nýjustu línu hins unga Alexanders Wang mátti ekki sjá eina einustu flík í svörtum lit.

Wang lítur framtíðina björtum augum og lagði út með nýjustu línu sína með bjartsýni og hreinleika, sem gaf línunni létt og skemmtilegt yfirbragð.

Sýning Alexanders Wang hófst með flíkum sem allar voru í hvítum lit sem gaf til kynna hreinleika og einfalt líf.









Þegar á leið sýninguna mátti sjá pastelliti og brúna, gaf það línunni þann frískleika sem hönnun Wangs bar með sér.

 

Sýningin minnti um margt á tískustrauma frá árinu 1990 og var greinilegt að Wang sótti innblástur sinn til hönnuða á borð við Helmut Lang og Ann Demeulemeester.

Lína Wangs höfðar vel til yngri kynslóðar tískudrósa sem vilja hafa flíkurnar þægilegar en jafnframt bera með sér flottan og elegant stíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.