Alonso rólegri útaf dómaramálum 30. júní 2010 10:11 Fernando Alonso hjá Ferrari hefrur róiast eftir að hann reiddist á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hefur dregið úr tilfinningahitanum eftiir að að hafa haldið því fram að FIA hafi hagrætt úrslitum í mótinu á Valencia á sunnudaginn. Hann var svekktur eftir að hafa aðeins náð áttunda sæti í mótiuu, rétt eins og Ferrari liðið í heild sinni. Alonso var reiður eftir að dómarar tóku sér langan tíma til að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton vegna brots í brautinni. Það þýddi að Hamilton tapaði ekki sæti, á meðan Alonso sem hlýddi reglum varð áttundi. "Það er deginum ljósara að ég er rólegri en eftir kappaksturinn. Ég brást við á tilfinningaríkan hátt og það er líka auðvelt að mistúlka það sem maður segir í hita augnabliksins og vekja grunsemdir með orðalagi. Ég skil að starf dómara er erfitt og þeir verða að taka erfiðar ákvarðanir. Það sem ég meinti var að ökumenn sem hlýta reglum töpuðu meira á því, en þeir sem brutu af sér", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Ég er ekki að benda á neina ákveðna ökumenn og við verðum að gæta þess að svona geti ekki komið fyrir aftur. Við verðum að tala saman á rólegu nótunum um svona mál. Ég er ánægður að heyra að FIA ætlar að kalla saman nefnd til að fara yfir málið og þetta verður hreinsað útaf borðinu á faglegan hátt", sagði Alonso. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hefur dregið úr tilfinningahitanum eftiir að að hafa haldið því fram að FIA hafi hagrætt úrslitum í mótinu á Valencia á sunnudaginn. Hann var svekktur eftir að hafa aðeins náð áttunda sæti í mótiuu, rétt eins og Ferrari liðið í heild sinni. Alonso var reiður eftir að dómarar tóku sér langan tíma til að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton vegna brots í brautinni. Það þýddi að Hamilton tapaði ekki sæti, á meðan Alonso sem hlýddi reglum varð áttundi. "Það er deginum ljósara að ég er rólegri en eftir kappaksturinn. Ég brást við á tilfinningaríkan hátt og það er líka auðvelt að mistúlka það sem maður segir í hita augnabliksins og vekja grunsemdir með orðalagi. Ég skil að starf dómara er erfitt og þeir verða að taka erfiðar ákvarðanir. Það sem ég meinti var að ökumenn sem hlýta reglum töpuðu meira á því, en þeir sem brutu af sér", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Ég er ekki að benda á neina ákveðna ökumenn og við verðum að gæta þess að svona geti ekki komið fyrir aftur. Við verðum að tala saman á rólegu nótunum um svona mál. Ég er ánægður að heyra að FIA ætlar að kalla saman nefnd til að fara yfir málið og þetta verður hreinsað útaf borðinu á faglegan hátt", sagði Alonso.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira