Alonso rólegri útaf dómaramálum 30. júní 2010 10:11 Fernando Alonso hjá Ferrari hefrur róiast eftir að hann reiddist á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hefur dregið úr tilfinningahitanum eftiir að að hafa haldið því fram að FIA hafi hagrætt úrslitum í mótinu á Valencia á sunnudaginn. Hann var svekktur eftir að hafa aðeins náð áttunda sæti í mótiuu, rétt eins og Ferrari liðið í heild sinni. Alonso var reiður eftir að dómarar tóku sér langan tíma til að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton vegna brots í brautinni. Það þýddi að Hamilton tapaði ekki sæti, á meðan Alonso sem hlýddi reglum varð áttundi. "Það er deginum ljósara að ég er rólegri en eftir kappaksturinn. Ég brást við á tilfinningaríkan hátt og það er líka auðvelt að mistúlka það sem maður segir í hita augnabliksins og vekja grunsemdir með orðalagi. Ég skil að starf dómara er erfitt og þeir verða að taka erfiðar ákvarðanir. Það sem ég meinti var að ökumenn sem hlýta reglum töpuðu meira á því, en þeir sem brutu af sér", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Ég er ekki að benda á neina ákveðna ökumenn og við verðum að gæta þess að svona geti ekki komið fyrir aftur. Við verðum að tala saman á rólegu nótunum um svona mál. Ég er ánægður að heyra að FIA ætlar að kalla saman nefnd til að fara yfir málið og þetta verður hreinsað útaf borðinu á faglegan hátt", sagði Alonso. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hefur dregið úr tilfinningahitanum eftiir að að hafa haldið því fram að FIA hafi hagrætt úrslitum í mótinu á Valencia á sunnudaginn. Hann var svekktur eftir að hafa aðeins náð áttunda sæti í mótiuu, rétt eins og Ferrari liðið í heild sinni. Alonso var reiður eftir að dómarar tóku sér langan tíma til að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton vegna brots í brautinni. Það þýddi að Hamilton tapaði ekki sæti, á meðan Alonso sem hlýddi reglum varð áttundi. "Það er deginum ljósara að ég er rólegri en eftir kappaksturinn. Ég brást við á tilfinningaríkan hátt og það er líka auðvelt að mistúlka það sem maður segir í hita augnabliksins og vekja grunsemdir með orðalagi. Ég skil að starf dómara er erfitt og þeir verða að taka erfiðar ákvarðanir. Það sem ég meinti var að ökumenn sem hlýta reglum töpuðu meira á því, en þeir sem brutu af sér", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Ég er ekki að benda á neina ákveðna ökumenn og við verðum að gæta þess að svona geti ekki komið fyrir aftur. Við verðum að tala saman á rólegu nótunum um svona mál. Ég er ánægður að heyra að FIA ætlar að kalla saman nefnd til að fara yfir málið og þetta verður hreinsað útaf borðinu á faglegan hátt", sagði Alonso.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira