Ögmundur Jónasson: Leiðréttingin og lygin Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2010 10:34 Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar