Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu kolbeinn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 06:15 Hraunmolinn, eða hrunmolinn, var tekinn skömmu fyrir efnahagshrun. fréttablaðið/stefán Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið." Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum. Breskur ferðamaður sem var hér á ferð skömmu fyrir efnahagshrun, er sannfærður um að hraunmoli sem hann hafði með sér af landi brott sé uppspretta allrar hans ógæfu. Eftir að hann kom heim með molann varð hann fyrir ýmsum skakkaföllum, bæði í einka- og opinbera lífinu, og tengdi það molanum. Hann sá að við svo búið máti ekki standa og sendi molann til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og bað um að honum yrði komið á tilhlýðilegan stað.„Honum var full alvara með þetta og hann var ekkert að grínast," segir Rikke Pedersen, sérfræðingur á stofnuninni. „Hann hafði verið í ferðalagi með fjölskyldu sinni hér og alls kyns slæmir hlutir hentu hann þegar hann kom heim. Hann var alveg viss um að það væri vegna steinsins sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Hann var viss um að þetta myndi lagast ef hann sendi hann til Íslands."Molinn fór til Bretlands og aftur heim.Rikke fékk steininn ásamt bréfi með útskýringum, en hefur það því miður ekki lengur undir höndum. Hún gerði gangskör að því í gær að verða við bónum um steininn og kom honum á Iceland Tourist Assistance. Þar höfðu menn samband við Norðurflug og þaðan var flogið með hann á gosstöðvarnar í gær, en þar er að finna nýjasta hraunið hér á landi.„Það má tengja þetta þjóðtrú um steina," segir Kristinn H. Schram þjóðfræðingur. Hann segir Jón Árnason ræða um náttúrusteina í Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Bæði séu til heillasteinar og óheilla og samkvæmt Jóni þurfi mikla kunnáttu og þekkingu til að nýta sér þá. Best er að tína þá á Jónsmessu.„Á hinn bóginn má setja þetta í samhengi við trú á álagabletti. Það hefur verið gömul þjóðtrú að allt þess konar væri í eign einhverrar vættar eða álfa sem legðu reiði sína á bóndann ef hann nytjaði blettina. Það væri honum hins vegar til hagsbóta ef hann gerði það ekki."Kristinn segir þetta tengjast náttúrufriðun sem komin sé inn í ferðaþjónustuna. „Þetta eru náttúrulega ekki nákvæm vísindi, en maður sér í þessari þjóðtrú með hvaða hætti hún er tengd náttúrufriðun, bændum og búaliði til hagsbóta. Í þessu tilfelli er þetta kannski komið yfir í ferðamennskuna þar sem svona frásagnir göfga landið."
Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira