NBA í nótt: Fáliðaðir töframenn nálægt óvæntum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2010 11:00 James, Bosh og Wade fagna eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Washington var án John Wall, sem var í vor valinn fyrstur í nýliðavalinu, og Gilbert Arenas sem var í gær sendur til Orlando í skiptum fyrir Rashard Lewis. Sá náði þó ekki að spila sinn fyrsta leik fyrir Washington í gær. Engu að síður spilaði Washington vel og var aðeins 30 sekúndum frá sigri í leiknum. Miami vann þar með sinn tólfta sigur í röð. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem að LeBron James og Chris Bosh virtust báðir brjóta á Kirk Hinrich á lokasekúndum leiksins. Hins vegar var ekkert dæmt og tíminn rann út. „Ég fór beint upp og hann fór beint upp," sagði James og vildi ekki meina að um brot hafi verið að ræða. „Miami fékk enga sérmeðferð hjá dómurnum." Þetta var sjöunda tap Washington í röð sem var fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. LeBron Jmaes var með 32 stig í leiknum, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Bosh og Dwyane Wade voru báðir með 20 stig. Miami skoraði síðustu sex stig sín á vítalínunni en James Jones náði að stela mikilvægum bolta skömmu fyrir leikslok. Hinrich fór á vítalínuna þegar þrettán sekúndur voru eftir en nýtti aðeins annað skota sinna. Það reyndist dýrkeypt. Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 30 stig og Hinrich var með þrettán stig og tólf stoðsendingar. Andray Blatche var með 20 stig og tólf fráköst. San Antonio vann Memphis, 112-106, í framlengdum leik. Þar með vann San Antonio sinn áttunda sigur í röð en Tony Parker fór mikinn og skoraði 37 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og framlengingunni. LA Clippers vann Chicago, 100-99. Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers sem stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Chicago í nótt. Philadelphia vann Orlando, 97-89. Lou Williams skoraði 24 stig og Andre Iguodala bætti við 21 fyrir Philadelphia. Cleveland vann New York, 109-102, í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hafði tapað tíu síðustu leikjum sínum. Utah vann Milwaukee, 95-86. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var í níunda sinn sem Utah vinnur leik eftir að hafa lent minnst tíu stigum undir í honum. Denver vann Minnesota, 115-113. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Kevin Love 43 fyrir Minnesota sem er persónulegt met. Portland vann Golden State, 96-95. LaMarcus Aldridge var með sautján stig og tólf fráköst. NBA Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Miami Heat vann í nótt afar nauman sigur á Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, 95-94. Washington var án John Wall, sem var í vor valinn fyrstur í nýliðavalinu, og Gilbert Arenas sem var í gær sendur til Orlando í skiptum fyrir Rashard Lewis. Sá náði þó ekki að spila sinn fyrsta leik fyrir Washington í gær. Engu að síður spilaði Washington vel og var aðeins 30 sekúndum frá sigri í leiknum. Miami vann þar með sinn tólfta sigur í röð. Sigurinn var þó afar umdeildur þar sem að LeBron James og Chris Bosh virtust báðir brjóta á Kirk Hinrich á lokasekúndum leiksins. Hins vegar var ekkert dæmt og tíminn rann út. „Ég fór beint upp og hann fór beint upp," sagði James og vildi ekki meina að um brot hafi verið að ræða. „Miami fékk enga sérmeðferð hjá dómurnum." Þetta var sjöunda tap Washington í röð sem var fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. LeBron Jmaes var með 32 stig í leiknum, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Bosh og Dwyane Wade voru báðir með 20 stig. Miami skoraði síðustu sex stig sín á vítalínunni en James Jones náði að stela mikilvægum bolta skömmu fyrir leikslok. Hinrich fór á vítalínuna þegar þrettán sekúndur voru eftir en nýtti aðeins annað skota sinna. Það reyndist dýrkeypt. Nick Young var stigahæstur hjá Washington með 30 stig og Hinrich var með þrettán stig og tólf stoðsendingar. Andray Blatche var með 20 stig og tólf fráköst. San Antonio vann Memphis, 112-106, í framlengdum leik. Þar með vann San Antonio sinn áttunda sigur í röð en Tony Parker fór mikinn og skoraði 37 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og framlengingunni. LA Clippers vann Chicago, 100-99. Blake Griffin skoraði 29 stig fyrir Clippers sem stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Chicago í nótt. Philadelphia vann Orlando, 97-89. Lou Williams skoraði 24 stig og Andre Iguodala bætti við 21 fyrir Philadelphia. Cleveland vann New York, 109-102, í framlengdum leik. Mo Williams skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hafði tapað tíu síðustu leikjum sínum. Utah vann Milwaukee, 95-86. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var í níunda sinn sem Utah vinnur leik eftir að hafa lent minnst tíu stigum undir í honum. Denver vann Minnesota, 115-113. Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver en Kevin Love 43 fyrir Minnesota sem er persónulegt met. Portland vann Golden State, 96-95. LaMarcus Aldridge var með sautján stig og tólf fráköst.
NBA Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira