Webber heppinn að ljúka keppni 27. september 2010 10:05 Fremstu menn í gær. Sebastian Vettel, Fernando Alonso, Mark Webber og Aldo Costa hönnuður Ferrrari. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177. Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177.
Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira