Webber heppinn að ljúka keppni 27. september 2010 10:05 Fremstu menn í gær. Sebastian Vettel, Fernando Alonso, Mark Webber og Aldo Costa hönnuður Ferrrari. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira