Fjórar viðurkenningar voru veittar á Vorvindahátíð IBBY á Íslandi fyrir gott framlag til barnamenningar á Íslandi.
Þeir sem hlutu viðurkenningarnar voru: Halldór Baldursson teiknari, fyrir myndskreytingar á barnabókum, Iðunn Steinsdóttir fyrir rithöfundaferil sinn, Kristín Arngrímsdóttir fyrir bók sína Arngrímur apaskott og fiðlan og Menningarmiðstöðin Gerðuberg fyrir öflugt menningarstarf fyrir börn.
IBBY á Íslandi hefur veitt viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar frá árinu 1987.