Hækkanir á hrávörum sýna matvælakreppu í uppsiglingu 11. október 2010 10:43 Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira