Kubica gæti haft áhrif á titilslaginn 2. nóvember 2010 16:14 Robert Kubica við forláta farkost sem Renault hannaði fyrir kvikmyndahátíðna í Cannes og sýndi á bílasýningunni í París á dögunum. Mynd: Getty Images/Francois Durand Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn. Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn.
Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti