Kubica gæti haft áhrif á titilslaginn 2. nóvember 2010 16:14 Robert Kubica við forláta farkost sem Renault hannaði fyrir kvikmyndahátíðna í Cannes og sýndi á bílasýningunni í París á dögunum. Mynd: Getty Images/Francois Durand Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Robert Kubica varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í fyrra á Renault og hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna annað slagið á þessu ári. Þar sem hörkuslagur verður um titilinn gæti Kubica haft áhrif á möguleika manna í stigaslagnum um næstu helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari ef hann fær 15 stigum meira en Mark Webber í Brasilíu og 4 stigum meira en Lewis Hamilton og ef Sebastian Vettel nær ekki fleiri stigum en Alonso í mótinu á Interlagos brautinni. "Brautin í Brasilíu er sérkennileg og því erfitt að meta hvernig okkur mun ganga. Það er langur beinn kafli þar sem vélarafl og loftflæði verður mikilvægt. Þá verður veðrið lotterí, því veðrið er óútreiknanlegt á þessum tíma. Trúlega verður einhver bleyta eins og í fyrra", sagði Kubica í fréttatilkynningu frá Renault. Hann segir lítið grip á brautinni ef rignir. Þá er brautin blanda af hröðum köflum, hröðum beygjum og hægum, þannig að uppsetning bílsins er vandasöm fyrir hann og tæknimenn Renault. Kubica kann að meta stemmninguna sem myndast á Interlagos brautinni á ári hverju, en fjórir Brasilíumenn eru meðal keppenda í ár. "Við erum nærri áhorfendapöllunum og því sérstakt að vera á ráslínunni, en 95% áhorfenda fylgja heimamönnum að máli. Ég náði hagstæðum úrslitum í fyrra, sem kom á óvart. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í ár, en þar sem veðrið getur ráðið miklu, þá getur hvað sem er gerst í mótinu", sagði Kubica. Kubica varð fimmti í síðustu keppni, sem var í Suður. Hann er með fimmta besta meðaltalið í tímatökum á árinu og í taugastríðinu varðandi titilslaginn á laugardag gæti árangur Kubica og fleiri ökumanna hrist upp upp í huga þeirra fimm sem keppa um meistaratitilinn.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira