20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða 20. maí 2010 06:00 höfuðstólslækkun Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra hefur látið reiknað út kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. peturg@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira