Meta á samrekstur skólastofnana 30. nóvember 2010 05:30 Oddný Sturludóttir Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira