Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2010 21:00 Sir Philip Green ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum. Mynd/ afp. Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. Financial Mail segir frá því að fyrir fjórum árum hafi Green sent þrjá menn á sínum vegum í Seðlabanka Bretlands til að óska eftir fundi með Mervyn King seðlabankastjóra. Tilgangurinn hafi verið að veita Seðlabankanum ráð um það hvernig eigi að spara í hvers kyns neyslu, allt frá kaupum á ljósritunarpappír til leigu á fasteignum eða greiðslu orkureikninga. Skýrsla Greens og félaga um málið er væntanleg í næsta mánuði, en nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin upp. „Ég er beinlínis í símanum núna að ræða málin," sagði Green í samtali við blaðamann Financial Mail á föstudaginn. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hver niðurstaða sín yrði. Hann myndi þó líklegast kynna hana persónulega. Philip Green og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa verið félagar um árabil og til stóð um tíma að Jón Ásgeir myndi fjárfesta í Arcadia, eignarhaldsfélagi Greens. Þá fundaði Green með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands skömmu eftir bankahrunið árið 2008 og bauðst til að kaupa helstu eigur íslenska ríkisins á brunaútsölu. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. Financial Mail segir frá því að fyrir fjórum árum hafi Green sent þrjá menn á sínum vegum í Seðlabanka Bretlands til að óska eftir fundi með Mervyn King seðlabankastjóra. Tilgangurinn hafi verið að veita Seðlabankanum ráð um það hvernig eigi að spara í hvers kyns neyslu, allt frá kaupum á ljósritunarpappír til leigu á fasteignum eða greiðslu orkureikninga. Skýrsla Greens og félaga um málið er væntanleg í næsta mánuði, en nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin upp. „Ég er beinlínis í símanum núna að ræða málin," sagði Green í samtali við blaðamann Financial Mail á föstudaginn. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um hver niðurstaða sín yrði. Hann myndi þó líklegast kynna hana persónulega. Philip Green og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa verið félagar um árabil og til stóð um tíma að Jón Ásgeir myndi fjárfesta í Arcadia, eignarhaldsfélagi Greens. Þá fundaði Green með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands skömmu eftir bankahrunið árið 2008 og bauðst til að kaupa helstu eigur íslenska ríkisins á brunaútsölu.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira