Líta mál Pólstjörnufangans alvarlegum augum 28. febrúar 2010 18:48 Lögreglan leitar nú að strokufanga, Guðbjarna Traustasyni, sem fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu. Hann fékk dagsleyfi í gær en skilaði sér ekki á tilsettum tíma tilbaka. Guðbjarni sigldi seglskútunni sem var hlaðinn fíkniefnum frá Noregi til Fáskúrsfjarðar í lok sumars 2007. Hann var handtekinn skömu eftir skútan lagðist að bryggju og hefur verið í fangelsi síðan. Í gær fékk hann svo sitt fyrsta dagsleyfi. Hann átti að skila sér aftur á Litla-Hraun í lok dags en lét ekki sjá sig. Lögreglan hefur leitað að honum síðan en Guðbjarni er ekki kominn í leitirnar. Fangelsismálayfirvöld líta málið alvarlegum augum. „Ég held ég fari rétt með að svona hefur ekkert gerst í mörg ár. Ég held að þetta hafi síðast gerst 1995 eða 1996," segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun. Reglur um dagsleyfi verða endurskoðaðar í kjölfar þessa máls og Guðbjarni missir að öllum líkindum ýmis fríðindi sem hann hefur unnið sér innan veggja fangelsins. „Nei, í sjálfu sér gerist það ekki. Þetta getur haft áhrif ýmsa hluti í sambandi við meðferð hans innan fangelsisins," segir Erlendur aðspurður hvort að dómur hans verði þyngdur vegna þessa. Hann hvetur Guðbjarna til að gefa sig fram sem fyrst. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Pólstjörnufanginn ófundinn Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. 28. febrúar 2010 17:42 Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Lögreglan leitar nú að strokufanga, Guðbjarna Traustasyni, sem fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu. Hann fékk dagsleyfi í gær en skilaði sér ekki á tilsettum tíma tilbaka. Guðbjarni sigldi seglskútunni sem var hlaðinn fíkniefnum frá Noregi til Fáskúrsfjarðar í lok sumars 2007. Hann var handtekinn skömu eftir skútan lagðist að bryggju og hefur verið í fangelsi síðan. Í gær fékk hann svo sitt fyrsta dagsleyfi. Hann átti að skila sér aftur á Litla-Hraun í lok dags en lét ekki sjá sig. Lögreglan hefur leitað að honum síðan en Guðbjarni er ekki kominn í leitirnar. Fangelsismálayfirvöld líta málið alvarlegum augum. „Ég held ég fari rétt með að svona hefur ekkert gerst í mörg ár. Ég held að þetta hafi síðast gerst 1995 eða 1996," segir Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun. Reglur um dagsleyfi verða endurskoðaðar í kjölfar þessa máls og Guðbjarni missir að öllum líkindum ýmis fríðindi sem hann hefur unnið sér innan veggja fangelsins. „Nei, í sjálfu sér gerist það ekki. Þetta getur haft áhrif ýmsa hluti í sambandi við meðferð hans innan fangelsisins," segir Erlendur aðspurður hvort að dómur hans verði þyngdur vegna þessa. Hann hvetur Guðbjarna til að gefa sig fram sem fyrst.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Pólstjörnufanginn ófundinn Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. 28. febrúar 2010 17:42 Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Pólstjörnufanginn ófundinn Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. 28. febrúar 2010 17:42
Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54