Æðstu lög landsins Þorvaldur Gylfason skrifar 9. desember 2010 06:30 Stjórnarskráin er æðstu lög landsins. Þeim lögum sem öðrum ber öllum Íslendingum að virða. Eins og margir hafa bent á, er ekki nóg, að landsmenn búi við góða stjórnarskrá, heldur þarf einnig að búa svo um hnútana, að stjórnarskráin sé virt. Á því hefur tvisvar orðið misbrestur undangengin ár.Tvö nýleg dæmi til upprifjunar Þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum til að vísa til þjóðaratkvæðis fjölmiðlalögum, sem Alþingi samþykkti 2004, bar ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið skv. stjórnarskránni. Slík atkvæðagreiðsla var ekki haldin. Alþingi lét sér duga að fella lögin úr gildi, þótt stjórnarskráin kveði ekki á um slíka málsmeðferð. Stjórnlagadómstóll, sem gæti verið Hæstiréttur eða sérstakur dómstóll skv. nýrri stjórnarskrá, hefði þurft að vera til staðar til að úrskurða, hvort stjórnvöld brutu stjórnarskrána, svo sem virtist vera, og gera gagnráðstafanir. Þegar Hæstiréttur felldi dóm sinn 1998 í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu vegna synjunar sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars um leyfi til fiskveiða, taldi rétturinn fiskveiðistjórnarkerfið brjóta gegn jafnræðisákvæðum í 65. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Oddvitar ríkisstjórnarinnar réðust gegn dómi Hæstaréttar í fjölmiðlum og sögðu landauðn vofa yfir, næði dómurinn fram að ganga. Þá sendu 105 prófessorar Háskóla Íslands af 150 frá sér yfirlýsingu til varnar Hæstarétti. Hæstiréttur sneri dómi sínum við nokkru síðar í öðru skyldu dómsmáli (Vatneyrardómur) og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna. Tveir dómarar skiluðu þó séráliti í síðara málinu í samræmi við fyrri dóminn. Málið var ekki dautt. Árið 2007 gaf mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna út bindandi álit þess efnis, að fiskveiðistjórnarkerfið brjóti gegn brjóti gegn 26. grein Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Álit mannréttindanefndarinnar er í samræmi við Valdimarsdóm Hæstaréttar 1998, enda er 26. grein Alþjóðasamningsins nánast samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Þótt álitið sé bindandi, þar eð Ísland hefur fullgilt Alþjóðasamninginn, hefur mannréttindanefndin engin tök á að tryggja, að ríkisstjórnin virði álit nefndarinnar með því að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og bæta fórnarlömbum skaðann. Mannréttindanefndin getur gert það eitt að setja Ísland á lista með þeim löndum, sem neita að falla frá mannréttindabrotum. Það er ekki góður félagsskapur.Eitt dæmi enn Í nýrri stjórnarskrá þarf að kveða á um innlendan stjórnlagadómstól, hvort sem Hæstarétti verður falið hlutverk hans eða nýjum dómstóli svo sem tíðkast sums staðar, t.d. í Þýzkalandi og Suður-Afríku. Sé álit mannréttindanefndarinnar um kvótakerfið heimfært upp á Suður-Afríku, myndi stjórnlagadómstóllinn þar væntanlega komast að sömu niðurstöðu og mannréttindanefnd SÞ og beina þeim tilmælum til stjórnvalda, að þau breyttu fiskveiðistjórnarkerfinu til samræmis við stjórnarskrána og alþjóðlega mannréttindaskrá SÞ. Ólíkt mannréttindanefnd SÞ þyrfti stjórnlagadómstóllinn ekki að láta þar við sitja, ef stjórnvöld þverskölluðust við að fara að tilmælum dómstólsins. Stjórnlagadómstóllinn gæti þá að tilteknum tíma liðnum úrskurðað, að stjórnvöld vanvirtu dómstólinn. Vanvirðing við stjórnlagadómstólinn líkt og aðra dómstóla er refsiverð skv. lögum og kæmi þá til kasta ákæruvaldsins. Þannig gæti stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku skapað skilyrði til ákæru á hendur stjórnvöldum, og má af því ráða líkurnar á, að stjórnarvöldin kysu þá heldur að lúta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þessum ákvæðum um stjórnlagadómstól í stjórnarskrám Suður-Afríku og Þýzkalands er ætlað að treysta valdmörk og mótvægi framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds og efla með því móti jafnræði og réttlæti. Þetta er eitt af því, sem átt er við, þegar talað er um nauðsyn þess að skerpa þrískiptingu valdsins. Við þurfum öll að sitja við sama borð. Það á að vera æðsta boðorð nýrrar stjórnarskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Stjórnarskráin er æðstu lög landsins. Þeim lögum sem öðrum ber öllum Íslendingum að virða. Eins og margir hafa bent á, er ekki nóg, að landsmenn búi við góða stjórnarskrá, heldur þarf einnig að búa svo um hnútana, að stjórnarskráin sé virt. Á því hefur tvisvar orðið misbrestur undangengin ár.Tvö nýleg dæmi til upprifjunar Þegar forseti Íslands beitti málskotsrétti sínum til að vísa til þjóðaratkvæðis fjölmiðlalögum, sem Alþingi samþykkti 2004, bar ríkisstjórninni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið skv. stjórnarskránni. Slík atkvæðagreiðsla var ekki haldin. Alþingi lét sér duga að fella lögin úr gildi, þótt stjórnarskráin kveði ekki á um slíka málsmeðferð. Stjórnlagadómstóll, sem gæti verið Hæstiréttur eða sérstakur dómstóll skv. nýrri stjórnarskrá, hefði þurft að vera til staðar til að úrskurða, hvort stjórnvöld brutu stjórnarskrána, svo sem virtist vera, og gera gagnráðstafanir. Þegar Hæstiréttur felldi dóm sinn 1998 í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu vegna synjunar sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars um leyfi til fiskveiða, taldi rétturinn fiskveiðistjórnarkerfið brjóta gegn jafnræðisákvæðum í 65. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Oddvitar ríkisstjórnarinnar réðust gegn dómi Hæstaréttar í fjölmiðlum og sögðu landauðn vofa yfir, næði dómurinn fram að ganga. Þá sendu 105 prófessorar Háskóla Íslands af 150 frá sér yfirlýsingu til varnar Hæstarétti. Hæstiréttur sneri dómi sínum við nokkru síðar í öðru skyldu dómsmáli (Vatneyrardómur) og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna. Tveir dómarar skiluðu þó séráliti í síðara málinu í samræmi við fyrri dóminn. Málið var ekki dautt. Árið 2007 gaf mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna út bindandi álit þess efnis, að fiskveiðistjórnarkerfið brjóti gegn brjóti gegn 26. grein Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Álit mannréttindanefndarinnar er í samræmi við Valdimarsdóm Hæstaréttar 1998, enda er 26. grein Alþjóðasamningsins nánast samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Þótt álitið sé bindandi, þar eð Ísland hefur fullgilt Alþjóðasamninginn, hefur mannréttindanefndin engin tök á að tryggja, að ríkisstjórnin virði álit nefndarinnar með því að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og bæta fórnarlömbum skaðann. Mannréttindanefndin getur gert það eitt að setja Ísland á lista með þeim löndum, sem neita að falla frá mannréttindabrotum. Það er ekki góður félagsskapur.Eitt dæmi enn Í nýrri stjórnarskrá þarf að kveða á um innlendan stjórnlagadómstól, hvort sem Hæstarétti verður falið hlutverk hans eða nýjum dómstóli svo sem tíðkast sums staðar, t.d. í Þýzkalandi og Suður-Afríku. Sé álit mannréttindanefndarinnar um kvótakerfið heimfært upp á Suður-Afríku, myndi stjórnlagadómstóllinn þar væntanlega komast að sömu niðurstöðu og mannréttindanefnd SÞ og beina þeim tilmælum til stjórnvalda, að þau breyttu fiskveiðistjórnarkerfinu til samræmis við stjórnarskrána og alþjóðlega mannréttindaskrá SÞ. Ólíkt mannréttindanefnd SÞ þyrfti stjórnlagadómstóllinn ekki að láta þar við sitja, ef stjórnvöld þverskölluðust við að fara að tilmælum dómstólsins. Stjórnlagadómstóllinn gæti þá að tilteknum tíma liðnum úrskurðað, að stjórnvöld vanvirtu dómstólinn. Vanvirðing við stjórnlagadómstólinn líkt og aðra dómstóla er refsiverð skv. lögum og kæmi þá til kasta ákæruvaldsins. Þannig gæti stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku skapað skilyrði til ákæru á hendur stjórnvöldum, og má af því ráða líkurnar á, að stjórnarvöldin kysu þá heldur að lúta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þessum ákvæðum um stjórnlagadómstól í stjórnarskrám Suður-Afríku og Þýzkalands er ætlað að treysta valdmörk og mótvægi framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds og efla með því móti jafnræði og réttlæti. Þetta er eitt af því, sem átt er við, þegar talað er um nauðsyn þess að skerpa þrískiptingu valdsins. Við þurfum öll að sitja við sama borð. Það á að vera æðsta boðorð nýrrar stjórnarskrár.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun